22/12/2024

Kosninga- og Júróvisjónvaka á Café Riis

Það verður kosninga- og Eurovisionvaka á Café Riis á Hólmavík á laugardaginn kemur. Opið verður í pizzur og 20% afsláttur frá kl. 18:00 og Eurovision og kosningasjónvarpið verða síðan á stórum skjá í Pakkhúsinu og er vonast eftir fjölmenni og góðri stemmningu. Happy hour verður á barnum milli 23:00-24:00 þannig að menn geta þá fagnað tvöfalt eða harmað stöðu mála eftir því hvernig horfir með úrslitin.