27/12/2024

Körfuboltamót á Hólmavík

Á laugardaginn stendur til að halda körfuboltamót í íþróttahúsinu á Hólmavík á vegum Körfuknattleikssambands Íslands, svo að vonandi verða veðurguðirnir til friðs. Alls fara fram alls 6 leikir í 9. flokki karla og hefst mótið kl. 12:00 og stendur til kl. 19:00. Alls munu fjögur lið keppa, sameiginlegt lið Geislans og Kormáks á Hvammstanga, ÍA, Haukar og ÍR b. Veitingasala verður í andyrinu og eru foreldrar körfuboltaiðkennda beðnir að hafa samband við Ingu Sig. í síma 847-4415, vegna vinnu við veitingasölu og aðföng, fyrir 20:00 í dag. Vonast er til að sem flestir mæti í íþróttahúsið og styðji sína menn.