22/12/2024

Kór Hjallakirkju væntanlegur

Það er ekki seinna að vænna svona í helgarlokin að fara að huga að því hvað verður helst til skemmtunar á Ströndum um næstu helgi. Af því sem þegar liggur fyrir ber hæst heimsókn kórs Hjallakirkju sem heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 22. október kl. 17:00. Efnisskráin er fjölbreytt, þarna er blandaður kór, karlakvartett og kvennakór, auk þess sem Gunnar Jónsson frá Einfætingsgili og Árni Jón Eggertsson syngja einsöng. Stjórnandi kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson og Timothy Knappett leikur undir á píanó. Miðar að tónleikunum verða seldir við innganginn.