22/12/2024

Kópnesbærinn verður gerður upp

Fyrr í sumar auglýsti sveitarstjórn Strandabyggðar eftir áhugasömum aðilum til að taka gamla Kópnesbæinn í fóstur, en annars var fyrirhugað að rífa húsin fyrir veturinn. Bærinn var reistur 1916 og er því friðaður og sambærileg kotbýli innan þéttbýlisstaða eru sjaldséð. Á fundi sveitarstjórnar í gær var síðan samþykkt að ganga til samninga við Þóru Þórisdóttur og Sigurð Magnússon um uppgerð bæjarins, þannig að líkurnar á að bærinn fái að standa hafa aukist verulega. Ekki kemur fram í fundargerð hvort fleiri höfðu áhuga á verkefninu eða sendu inn tilboð.