30/10/2024

Konurnar taka stefnuna á Upplýsingamiðstöðina

300-galdrahusFram hefur komið í tilkynningu sveitarfélagsins Strandabyggðar þar sem konur í sveitarfélaginu eru hvattar til að leggja niður störf kl. 14:25 í dag, að tillaga er um að þær fjölmenni og hittist á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík, í austurhúsi Galdrasýningarinnar. Þar er hugmyndin að konurnar leggi á ráðin um hvað þær gera sér til skemmtunar í dag í tilefni af Kvennafrídeginum.