22/11/2024

Kollurnar farnar að yfirgefa Orrustutanga

Um það bil helmingurinn af æðarkollunum í Orrustutanga við Kirkjuból eru búnar að unga út og komnar með ungviðið út á sjó. Nokkrar liggja þó sem fastast á eggjum sínum og dæmi eru um að kollur séu nýbúnar að verpa. Fólki er velkomið að ganga um Orrustutanga (sem Sævangur stendur á) og skoða æðarvarpið sem er af minni gerðinni, um það bil 40 hreiður. Kollurnar fljúga fæstar af hreiðrum fyrr en fjarlægðin er minna en meter, enda eru margar þeirra orðnar vanar mannaferðum því ferðafólk sem heimsækir Sauðfjársetrið eða gistir á Kirkjubóli fer gjarnan að skoða varpið. Hreiðrin eru merkt með flöggum til að ekki sé hætta á að fólk stígi á hreiður og sjái kollurnar áður en þær fljúga af.

580-kolla-samlit

Kollurnar geta fallið einstaklega vel inn í umhverfið og stundum er erfitt að koma auga á þær

580-kollan08-4

Arnór Jónsson heilsar upp á fuglahræðuna Ófeig sem kominn er í nýjar buxur

580-kollan08-3

Fuglinn færir sig um set, en þó ekki alltaf mjög langt frá hreiðrinu

580-kollan08-02

Einn bliki og tvær kollur

580-aedarungar

Æðarungar komnir úr eggjunum, en ennþá í hreiðrinu

580-dunn1

Arnór Jónsson á Kirkjubóli hefur umsjón með æðarvarpinu í Orrustutanga þetta árið og sér um að hirða dúninn

kirkjubol/580-dunn1.jpg

Krían er búin að verpa í Orrustutanganum, en er ekki orðinn neitt sérstaklega aðgangshörð ennþá

kirkjubol/580-kriuegg1.jpg

Einstaklega mislit kríuegg hjá einni kríunni, menn bíða spenntir eftir að sjá litasamsetninguna á ungunum

580-kirkjubol-juni2007

Ferðaþjónustubærinn Kirkjuból við Steingrímsfjörð