Ríkiskaup hefur auglýst eftir tilboðum í jörðina Kollafjarðarnes á Ströndum ásamt 5.3 ærgildum. Í auglýsingu á vef Ríkiskaupa kemur fram að um landmikla jörð er að ræða og að á henni sé einbýlishús byggt úr steinsteypu árið 1925 og einnig hálfbyggt einbýlishús sem byrjað var að byggja árið 1988 auk ýmissa útihúsa. Heimild til ríkisvaldsins til að selja jörðina hefur verið samþykkt á Alþingi í fjárlagafrumvörpum síðustu ára. Á Kollafjarðarnesi er kirkja og kirkjugarður sem hafa fengið afmarkað land úr jörðinni sem ekki fylgir og á jörðinni er lítið fjarskiptahús. Tilboð eiga að berast á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 11:00 þann 7. nóvember 2007 og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.
Sumarmynd frá Kollafjarðarnesi
Vetrarmynd frá Kollafjarðarnesi frá síðustu árum
Kollafjarðarnes í gær, séð af Ennishálsi – ljósm. Jón Jónsson