22/12/2024

Kolaport á sunnudegi á Hólmavík


Kolaport verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 4. nóvember kl. 12:00-16:00. Það eru öflugir krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon sem standa fyrir viðburðinum sem er liður í fjáröflun fyrir starf miðstöðvarinnar í vetur. Í Kolaportinu verður líf og fjör, kaffi, kakó og kökur. Örugglega verður einnig mikið af góðum varningi til sölu, tombólur og almenn gleði, því fjöldi aðila hefur tryggt sér söluborð á Kolaportinu.