22/12/2024

Kolaport á sunnudaginn

 Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12:00-16:00 verður haldið svokallað Kolaport í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk sem standa fyrir viðburðinum, en þar gefst fólki færi á að koma með margvíslegan varning til sölu, auk þess sem á boðstólum verður súpa, kaffi, kakó og allskonar kökur sem fólk getur sest niður og maulað undir lifandi tónlistarflutningi í góðri stemmningu. Þeir sem hafa áhuga á að koma með varning til að selja ættu að hafa samband við Arnar í s. 894-1941 eða senda póst í netfangið addibro@jonsson.is, en leiguverð á einu borði er kr. 500. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta, bæði við sölustörf og í viðskiptahugleiðingum.