02/01/2025

Kolaport á Hólmavík á sunnudaginn

645-kolap7

Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík heldur utan um Kolaport sem fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudaginn kemur, þann 7. desember. Borðapantanir fyrir þá sem vilja selja eru hjá Esther Ösp Valdimarsdóttur (tomstundafulltrui@strandabyggd.is). Ozon-liðar ætla sjálfir að selja merktar peysur (jólagjöfin í ár, mátun í boði), lakkrís, mandarínur og piparkökur. Góð þátttaka hefur verið í Kolaportinu á Hólmavík þegar það hefur verið haldið og eflaust hægt að kaupa þar margvíslegar jólagjafir og vöfflur líka. Kolaportið verður opið á sunnudaginn frá klukkan 13:00 til 17:00.