22/12/2024

Kökusala í anddyri KSH

Krakkarnir í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík standa nú fyrir viðamikilli fjáröflun og eru að safna sér fyrir ferð til vina sinna í Danmörku sem fara á í haust. Hópurinn stendur fyrir kökusölu í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og hefst hún kl. 15:00 og stendur meðan birgðir endast. Einnig hefur hópurinn verið með dagatal með myndum af Ströndum á boðstólum er eflaust hægt að krækja sér í eintak á staðnum.