22/12/2024

Kökugerðarfundur

Íþróttamiðstöðin á HólmavíkÍþróttamiðstöðin á Hólmavík verður formlega tekin í notkun annan laugardag, þann 15. janúar og hefst sú dagskrá kl. 14:00. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum og nú leitar hún til hreppsbúa um að leggja til meðlæti á hlaðborðið.

Þeir sem vilja taka þátt í bakstrinum eru beðnir um að mæta á spjallfund með undirbúningsnefndinni í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á morgun, föstudaginn 7. janúar, milli kl. 17 og 18. Einnig gefst mönnum færi á að koma á framfæri hugmyndum um annað sem tengist þessum viðburði.

Þeir sem ekki komast á þessum tíma en vilja samt ólmir baka, geta einnig haft samband við einhvern úr undirbúningsnefndinni en hana skipa Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Valdemar Guðmundsson.