22/12/2024

Knattspyrnukappar á ferð

Laugardaginn næsta, 9. júlí, ætla knattspyrnukappar sem kepptu fyrir HSS á áttunda áratugnum að hittast á Hólmavík og eiga glaðan dag. Af því tilefni ætla þessir garpar sem voru upp á sitt besta fyrir allt of mörgum árum síðan að afhenda gjöf til æskulýðsins í Strandasýslu í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík klukkan 14.30 á laugardaginn. Þar er um að ræða nokkra tugi fótbolta til félaganna og Adidas vatnsbrúsa til barnana sem viðstödd verða, en þessi gjöf á jafnframt að vera til minningar um tvo látna félaga okkar þá Kristmund Stefánsson og Val Bragason. Einnig er stefnt að því að hafa hraðmót í fótbolta í íþróttahúsinu að afhendingunni lokinni.