22/12/2024

Kjötsúpa á súpufundi í hádeginu

Minnt er á að haldinn verður súpufundur í hádeginu í dag á Café Riis á Hólmavík, þar sem Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða kynnir stofuna og starfsemi hennar og jafnframt verður rætt með hvaða hætti hún kemur að og tengist verkefnum á Ströndum. Súpufundirnir á fimmtudögum eru á vegum Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 og þar er fjallað um atvinnulíf og menningu á Ströndum. Allir eru velkomnir. Matarmikil íslensk kjötsúpa verður á boðstólum og kostar aðeins 1000 krónur. Jón Páll er annar frá vinstri á meðfylgjandi mynd – er þarna að troða upp á ferðasýningu í Fífunni. Hinir á myndinni eru Ólafur Sveinn frá Tálknafirði, Haukur Vagns í Bolungarvík og Gylfi Ólafsson frá Ísafirði.