22/11/2024

Keppnisbraut fyrir krossara við Hólmavík

HólmavíkÁ síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekið fyrir erindi frá Mótorkrossfélagi Geislans á Hólmavík, þar sem kynntar eru fyrirhugaðar framkvæmdir við gerð keppnisbrautar fyrir starfsemina og óskað eftir styrk í verkefnið. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið og samþykkti að boða forráðamenn félagsins til viðræðna við sveitarstjórn um framkvæmd og kostnað við gerð brautarinnar. Vefsíða klúbbsins er á slóðinni www.123.is/strandir og þar kemur fram að til stendur að gera a.m.k 1.400 m langa keppnisbraut og æfingabraut fyrir minni hjól eða fyrir hjól allt að 85cc tvígengis eða 125 fjórgengis.