22/12/2024

KB bankamótið í Borgarnesi

KB bankamótið í knattspyrnu var haldið í Borgarnesi dagana 24.-26. júní. Líkt og undanfarin ár fór Geislinn og Kormákur á Hvammstanga með sameinuð lið til keppni og voru alls um 70 keppendur. Þar af voru rúmlega 40 frá Geislanum, en í þeim hópi voru fjórir krakkar úr Árneshreppi. Góð þáttaka foreldra í mótinu var til fyrirmyndar og fá þeir miklar þakkir fyrir. Þrátt fyrir sunnlenskt slagveður með rigningarívafi skemmtu allir sér vel og var árangur okkar krakka með ágætum. Yngstu keppendurnir stóðu sig frábærlega, 6. og 7. flokkur nældu í þriðju verðlaun og skiluðu tveimur bikurum í hús. Myndir frá keppninni gefur að líta hér að neðan.

Myndir frá KB-banka mótinu