Nemendur í 6. og 7. bekk í skólunum á Drangsnesi og Hólmavík dvelja nú í góðu yfirlæti í Reykjaskóla og vinna þar að mjög fjölbreyttum viðfangsefnum, íþróttum og leikjum, umhverfisfræðslu, náttúrufræði. Hver hópur fer einu sinni í heimsókn í Byggðasafn Strandamanna og Húnvetninga, en hápunktur þeirrar ferðar er við hákarlaskipið Ófeig þar sem fólki gefst kostur á að sanna hreysti sína með hákarlsáti. Nemendur af Ströndum hafa ævinlega staðið sig betur en aðrir í þessari íþróttagrein. Á vef Grunnskólans á Hólmavík má sjá myndir frá dvölinni undir þessum tengli.
Í Reykjaskóla eru nú 100 krakkar úr Kársnesskóla í Kópavogi, Brekkuskóla á Akureyri, Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskólanum á Hólmavík. Þessir krakkar eru þegar farnir að kynnast og eru duglegir að tala saman og leika sér saman.