22/12/2024

Karaokekeppni þann 13. október

Karaokekeppni vinnustaða verður haldin í Bragganum á Hólmavík laugardaginn 13. október. Í ár verður engin forkeppni heldur aðeins eitt keppniskvöld með átta keppendum. Samhliða keppninni verður boðið upp á glæsilegt steikarhlaðborð og stórdansleik í Bragganum með hinni frábæru hljómsveit Kokteil. Það eru átta vinnustaðir í Strandasýslu sem senda sinn fulltrúa í keppnina og hefjast formlegar æfingar þann 5. október. Við væntum þess þó að keppendur séu þegar farnir að þenja raddböndin í vinnunni og stuðningslið óðum að myndast. Í fyrra var það Sigurður Vilhjálmsson sem kom sá og sigraði fyrir hönd KSH en hver verður það í ár?