22/12/2024

Karaoke-keppnin nálgast óðfluga

ANú eru leikar heldur betur farnir að æsast fyrir Karaokekeppnina 2009 sem verður haldin í Bragganum á Hólmavík. Margir keppenda voru við stífar æfingar í Bragganum í dag og mikil stemmning í hópnum sem er stærri en nokkru sinni fyrr – eins og staðan er í dag munu hvorki fleiri né færri en þrettán þátttakendur stíga á svið föstudagskvöldið 6. nóvember kl. 20:30; sex karlar og sjö konur. Áhorfendur munu sjá um að velja sigurvegara kvöldsins auk þess sem þeir velja skemmtilegasta keppandann. Tvíeykið Stebbi og Bjarni spila síðan fyrir dansi á Café Riis eftir keppnina fram á rauða nótt.

Flytjendur og lagalisti verður birtur hér á vefnum annað kvöld.