22/12/2024

Karamellur slegnar úr tunnunni

Á öskudagsballi í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag var mikil gleði. Þegar búið var að smala krökkunum saman í myndatöku við upphaf skemmtunarinnar, tók við æsilegur eltingaleikur þar sem ofurhetjur flugu um allan sal, bardagar brutust út á milli stríðsmanna af ýmsum gerðum, geimverur og StarWars hetjur gerðu árás, tígrisdýr leituðu að bráð, ræningjar létu greipar sópa, sjúklingar stauluðust um, prinsessur liðu um salinn og gleðikonur gengu um svæðið. Síðan var marserað í dágóða stund og loks voru karamellur slegnar úr tunnunni með þungum rekaviðarlurk og þurfti tvær umferðir áður en tunnan gaf sig, böndin og botngjarðirnar brustu.

Heimagerðir búningar voru áberandi hjá eldri krökkum, en þeir yngri höfðu margir fjárfest í viðeigandi klæðnaði. Fullorðnir héldu sig að mestu í hæfilegri fjarlægð, en fylgdust með, ræddu um veðrið, lífið og tilveruna og drukku kaffi.

0

Öskuball

atburdir/2010/580-oskuball13.jpg

atburdir/2010/580-oskuball11.jpg

atburdir/2010/580-oskuball14.jpg

atburdir/2010/580-oskuball15.jpg

atburdir/2010/580-oskuball4.jpg

atburdir/2010/580-oskuball3.jpg

atburdir/2010/580-oskuball2.jpg

atburdir/2010/580-oskuball7.jpg

atburdir/2010/580-oskuball6.jpg

atburdir/2010/640-oskuball.jpg

Öskudagsball á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson