22/12/2024

Jörundur konungur og hans fylgisveinar á Hólmavík

Jörundur hundadagakonungur og ævintýri hans eru viðfangsefni Leikfélags Hólmavíkur að þessu sinni og frumsýning verður n.k. laugardag kl. 20:30. Í meðfylgjandi myndbandi er skyggnst á bak við tjöldin á æfingu verksins, en ljósmyndir tók Arnar S. Jónsson. Það er Charlie gamli Brown, stórskotaliðsskytta Jörundar konungs sem leiðir okkur um undraveröld starfstéttar sinnar. Þar kemur glöggt fram losti hans og ást til kanóna og alls sem þeim fylgir, ásamt margvíslegum athugasemdum um hegðun íslensku þjóðarinnar. Það er Skúli Gautason sem leikstýrir verkinu sem samið var af Jónasi Árnasyni. Heimasíða Leikfélags Hólmavíkur er www.holmavik.is/leikfelag.