30/10/2024

Jónsmessuganga um Arnkötludal

Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir Jónsmessugöngu um Arnkötludal í kvöld, föstudaginn 24. júní. Mæting er við Húsavík kl. 20:00 og verður ekið þaðan upp á Tunguheiði og gengið ofan í dalinn og niður að Tröllatungu. Margt er að sjá og skoða á þessari leið og verður ábyggilega rökrætt og spekúlerað töluvert í væntanlegu vegstæði í dalnum. Göngustjóri er Matthías Lýðsson.