22/12/2024

Jón og Ásdís unnu Kaffikvörn Náttúrubarnaskólans

kaffikvorn

Í kvöld stóð Náttúrubarnaskólinn fyrir skemmtilegum spurningaleik fyrir alla fjölskylduna á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Leikurinn er í anda Pub Quiz þar sem 2-3 eru saman í liði og reyna liðin að svara allskonar spurningum sem í þessu tilviki tengjast flestar náttúrunni á einn eða annan hátt! Leikurinn er jafnan kallaður Kaffikvörn á Sauðfjársetrinu, enda koma kaffi og kökur og stundum vöfflur jafnan töluvert við sögu, en enginn pöbb er opinn. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir fann upp þetta nafn á leiknum í þankahríð á Facebook. Það voru mæðginin Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík og Jón Jónsson á Kirkjubóli sem sigruðu í þessum skemmtilega spurningaleik að þessu sinni.