22/11/2024

Jón Bjarni Bragason náði góðum árangri

Jón Bjarni Bragason frá Heydalsá gerði frábæra hluti á Norðurlandamóti 35 ára og eldri sem fram fór í Lappeenranta í Finnlandi fyrir skemmstu. Jón Bjarni keppti fyrir Breiðablik í Kópavogi í flokki 40-45 ára. Hann sigraði í hvorki fleiri né færri en fimm greinum – kúluvarpi, kringlukasti, sleggjukasti, lóðkasti og kastfimmtarþraut. Íslenski hópurinn sem samanstóð af átta keppendum náði fínum árangri og vann til samtals tíu verðlauna, en Jón Bjarni var sá eini sem vann gullverðlaun.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni http://fri35plus.blogcentral.is/.