23/12/2024

Jólastund hjá Leikfélagi Hólmavíkur í dag

Leikfélagið að störfumÍ dag kl. 17:00 verður svokölluð Jólastund á vegum Leikfélags Hólmavíkur í Félagsheimilinu á Hólmavík, en þar verður söngur og spil, upplestur og frásagnir sem tengjast jólunum til skemmtunar. Einnig er á boðstólum kaffi, djús og piparkökur til snæðings, en aðgangseyrir að skemmtuninni er kr. 500. Þetta er í fyrsta skipti sem Leikfélagið stendur að slíkri Jólastund í aðdraganda jólanna.