22/12/2024

Jólamarkaður Strandakúnstar opnar á laugardag

IMG_8679

Jólamarkaður handverkshópsins Strandakúnstar verður opnaður laugardaginn 7. desember og verður opinn fram að jólum frá klukkan 14:oo til 17:oo frá miðvikudögum til sunnudaga. Margvíslega gjafavöru er jafnan að finna á markaði Strandakúnstar, en að þessu sinni verður hann í handverkshúsi félagsins við Höfðagötu á Hólmavík. Ef fólk er á ferðinni utan opnunartíma er í fínu lagi að hringja í síma 694-3306 og þá gæti vel hugsast að Ásdís Jónsdóttir kæmi þjótandi yfir götuna og opnaði verslunina fyrir viðkomandi.