22/12/2024

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi


Jólamarkaður verður haldinn í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi laugardagana 24. nóvember og 1. desember klukkan 13-17 báða dagana. Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni og margt fleira, auk kaffi- og vöfflusölu. Söluaðilar á jólamarkaðinum eru Handverksfélagið Assa, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Vinafélag Barmahlíðar, Vinafélag Grettislaugar, Björgunarsveitin Heimamenn, nemendafélag Reykhólaskóla og kvenfélagið Katla.