30/10/2024

Jólaljósin lýsa

Allnokkuð er síðan Strandamenn byrjuðu af kappi að skreyta hús sín og garða með margvíslegum jólaljósum. Ingimundur Pálsson, sérlegur ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is, fór í skoðunarferð um Hólmavík í dag og smellti myndum af nokkrum húsum sem eru komin í jólabúninginn. Þær fylgja hér að neðan og einnig mynd af jólahúsi Strandamanna syðra, Jóns og Ínu frá Hólmavík, en þau halda sig við að skreyta húsið sitt vel og vandlega þó þau séu komin í annan landshluta.

holmavik/580-jolaljos7.jpg

bottom

1

Jólaljós á Hólmavík – ljósm. Ingimundur Pálsson

Jólaljósin hjá Ínu og Jóni í Garðinum – ljósm. Halla Jónsdóttir