22/12/2024

Jólakort Kaldrananeskirkju

Viðamikil viðgerð stendur yfir á kirkjunni á Kaldrananesi. Mjög er vandað til verksins, það er unnið af traustum og góðum fagmönnum og sækist vel. Nokkrir einstaklingar sem kalla sig “vini kirkjunnar“ hafa látið sig málið varða og gengið í lið með sóknarnefnd um þessa þörfu og nauðsynlegu framkvæmd, fólk sem á rætur á staðnum og ber sterkar tilfinningar til þessa aldna helgidóms. Fyrir fáum árum var gefið út jólakort með mynd kirkjunnar og fékk það góðar undirtektir og seldist vel. Nú hefur verið gert nýtt jólakort með mynd af altaristöflu kirkjunnar og þess er vænst að það fái jafn góðar viðtökur og hið fyrra.


Ágóði af slíku verkefni er ekki stór þegar miðað er við þá fjármuni sem viðgerðin kostar. Hér er hins vegar vakin athygli á góðu verki og vissulega munar um hverja krónu. Jólakortin verða seld í Kaupfélaginu á Hólmavík og á Drangsnesi. Vinir Kaldarananeskirkju heita á Strandamenn að duga vel í þessu verkefni.