Kennarar og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík fór í sameiginlega skoðunar-, innkaupa- og verslunarferð laust fyrir jólin og leitaði ekki langt yfir skammt. Hópurinn skellti sér á Drangsnes, fór í sund og heita pottinn og verslaði síðan frá sér allt vit í Kaupfélaginu, en búðin á Drangsnesi hefur orð á sér fyrir fjölbreytt vöruúrval og hagstætt verð á gjafavöru. Loks mætti allur hópurinn í kakó og vöfflur á Malarkaffi, þegar jólainnkaupunum var lokið og áður en heim var haldið. Þetta er annað árið í röð sem hópurinn gerir jólaverslunina á Drangsnesi.
Verslunarferð á Drangsnes – Ljósm. Ásta Þórisdóttir