22/12/2024

Jólagleðin tekur völdin

Lói og BríannaÞað var margt um manninn og glatt á hjalla í jólaföndri í Grunnskólanum á Hólmavík í gær. Foreldrafélag skólans stóð fyrir föndrinu og foreldrar mættu með börnum sínum í föndrið og mátti ekki á milli sjá hvort börnin eða þeir fullorðnu skemmtu sér betur við að sauma, líma og mála. Jólakallinn leit við og deildi út mandarínum, en Danmerkurfarar í 8.-9. bekk söfnuðu í ferðasjóð með því að selja kakó og piparkökur. Þeir hyggjast í framhaldinu safna dósum og flöskum á Hólmavík á föstudagskvöld og biðja fólk sem vill losna við flöskur um að hafa þær til reiðu.

Jólaföndur

atburdir/2009/580-jolafondur6.jpg

atburdir/2009/580-jolafondur4.jpg

atburdir/2009/580-jolafondur1.jpg

Jólaföndur á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson