30/10/2024

Jólagleði á Hólmavík

Það var gleði á Hólmavík á fimmtudaginn þegar kveikt var á norska jólatrénu við Grunnskólann, í kafaldsmuggu og frosti. Fjöldi manns var þar samankominn til að taka á móti Norðmönnunum fjórum sem komu með tréð og sungu menn saman jólalög og inn á milli voru fluttir söngvar eins og Höfuð, herðar, hné og tær til að koma hita í mannskapinn. Eins voru fluttar hátíðarræður og norsku stúlkurnar fluttu gullfallegan jólasöng á norsku við mikinn fögnuð, enda sannkallaðar hæfileikakonur og listamenn. Loks fóru allir í snjókast þar sem Norðmennirnir og börnin voru saman í liði á móti rest, áður en hver fór til síns heima í heitt kakó með sól í hjarta.

1

bottom

frettamyndir/2008/580-jolahrisla6.jpg

frettamyndir/2008/580-jolahrisla4.jpg

frettamyndir/2008/580-jolahrisla2.jpg

Ljósm. Jón Jónsson