{mosvideo xsrc="kynning07" align="right"}Fimmti jólasveinninn, sá sem kom í nótt, er skrítin skepna. Hann veit
fátt betra en að japla á skófum og viðbrenndum graut og skafa innan
pottana, það er hans líf og yndi. Pottaskefill heitir þessi karl, en
gegnir reyndar líka nafninu Pottasleikir, því oftar en ekki notar hann
ógnarlanga tunguna til að hreinsa innan úr pottunum.
Heilbrigðiseftirlitið hefur oftsinnis gert athugasemdir við þessa
hegðun og áminnt karlinn, en hann lætur sig það engu varða.
Strandagaldur er um þessar mundir að leggja lokahönd á Jóladagatal Strandagaldurs sem fer í loftið þann 12. desember n.k. Jóladagatalið er vandað kvikmyndaefni og er tekið upp í Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði á Ströndum. Þetta er leikið efni með sögumanni, um það bil ein mínúta að lengd hver þáttur.
Stuðst er við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í hverjum þætti. Í þessu sýnishorni sést þáttur Pottaskefils með því að smella á spila neðan við myndina hér til hliðar.
Þættirnir birtast daglega á fimm fréttavefjum samtímis, á skessuhorn.is, skutull.is, strandir.saudfjarsetur.is og huni.is og auk þess á eyjan.is ásamt hinum góðkunna jólavef Júlla. Þættirnir birtast hver af öðrum frá 12. desember til aðfangadags og hægt verður að skoða hvern og einn þeirra fram til 7. janúar.
Þínu fyrirtæki gefst kostur á að vera titlaður sérstakur meðframleiðandi að efninu. Það þýðir að fyrirtækisins verður getið í lok myndbandsins, sem meðframleiðanda, bæði með texta og "lógói" þess. Aðeins einn kostandi er að hverjum þætti og hægt er að velja um hvaða jólasvein þú vilt kosta.
Athugið að frestur til að tryggja sér jólasvein fyrir jólin er til þriðjudagsins 11. desember.
Eðli málsins vegna er um þrettán þætti að ræða og hver þáttur kostar meðframleiðanda aðeins kr. 50.000.- og birtist mörg þúsund sinnum á dag á netinu á framangreindum vefjum.
Það er vissa okkar að þetta framtak á eftir að vekja mikla athygli á landsvísu ásamt að vekja gleði og ánægju hjá bæði börnum og fullorðnum um jólin og auka á tilhlökkun jólanna, enda er um óvenjulegt og vandað efni að ræða.
Kíktu á myndbandið hér að ofan, láttu sannfærast, og hafðu síðan samband.
Allar frekari upplýsingar fást hjá:
Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir
verkefnisstjóri
S: 869 9200
brynjabjarnfjord@simnet.is