22/12/2024

Jólabingó á Hólmavík

Jólabingó verður haldið á Hólmavík sunnudaginn 13. desember og hefst kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans sem standa fyrir bingóinu. Safnað hefur verið miklum fjölda glæsilegra vinninga, þar eru m.a. allt sem þarf til jólamatarins og baksturs, jólahangikjöt, jólaöl og reyktir hryggir, 10 kíló af saltfiski, hestaferðir og sjóstangaveiði, jólaskraut, minjagripir, bækur og gjafavara. Veitingar verða seldar í hléi, kaffi og vöfflur, og það stefnir allt í flott bingó. Posi á staðnum.