22/12/2024

Jólaball á Hólmavík

Hurðaskellir og félagar litu við á jólaballi á Hólmavík á annan í jólum og létu öllum illum látum að venju, sungu og trölluðu og gáfu krökkunum mandarínu. Svo var gengið í kringum jólatré og sungið við undirleik Stefáns Jónssonar. Loks voru börnin leyst út með sælgætisgjöfum í boði fyrirtækja á Ströndum. Mæting var góð og skemmtunin tókst vel. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina og tók nokkrar myndir.  

Jólakallar

atburdir/2009/580-jolaball-holma1.jpg

Jólaball á Hólmavík – ljósm. Arnór Jónsson