22/12/2024

Jólaball á Hólmavík

Hinn árlegi jólatrésfagnaður Hólmvíkinga verður haldinn í Félagsheimilinu þann 26. desember, annan í jólum, kl. 14:00. Gengið verður í hús og þátttaka barna skráð niður á mánudagskvöldið 17. desember en einnig er hægt að skrá sig á ballið hjá Jóhönnu Guðbrandsdóttur í s. 435-1101 og 869-0434 til miðvikudagsmorguns. Stefán Jónsson mun halda uppi fjörinu og heyrst hefur að hinn eini sanni Stekkjastaur hafi boðað komu sína ásamt bræðrum sínum. Heitt kaffi verður á könnunni, djús, piparkökur og  jólagotterí fyrir börnin. Aðgangseyrir er kr. 500.- á barn. Allir eru hjartanlega velkomir.