22/12/2024

Jólaball á Hólmavík

Í dag var árlegt og hefðbundið jólaball á Hólmavík, við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Jólasnjórinn lét sjá sig í sama mund og ballið var að byrja og eftir að gengið hafði verið dágóða stund í kringum einiberjarunnann mættu þrír jólasveinar á svæðið. Sýndu þeir dágóð tilþrif og skemmtu bæði börnum og fullorðnum, auk þess sem allir fengu mandarínu að gjöf, en sá ávöxtur hefur alveg leyst epli og appelsínur af hólmi sem einkennisávöxtur jólanna.

Ljósm. Jón Jónsson