30/10/2024

Jöfnunarsjóður greiðir út aukaframlag til sveitarfélaga

Samgönguráðherra samþykkti rétt fyrir jól tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlega úthlutun og uppgjör á 1.400 milljón króna aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði á árinu 2008 og er lokagreiðslan greidd út nú í árslok. Aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna. Við úthlutun þessa aukaframlags framlagsins er tekið mið af íbúafækkun í sveitarfélögum á tilteknu árabili, þróun útsvarsstofns, íbúaþróun og útgjaldaþörf sameinaðra sveitarfélaga.

Af aukaframlagi Jöfnunarsjóðs 2008 fær Strandabyggð tæpar 19 milljónir, þar af eru tæpar 3,2 greiddar út nú í árslok. Kaldrananeshreppur fær samtals rúmar 6,8 milljónir, þar af rúmar 700 þúsund nú. Árneshreppur fær samtals tæpar 2,3 milljónir, þar af rúmar 200 þúsund nú. Bæjarhreppur fær ekki aukaframlag á árinu 2008.