Á heimasíðu menntamálaráðuneytis kemur fram að menntamálaráðherra hafi í
dag samþykkt tillögur Íþróttanefndar um styrkveitingar árið 2008. Tvö
íþróttafélög á Ströndum fengu styrki úr íþróttasjóði að þessu sinni samtals að
upphæð kr. 500.000. Golfklúbbur Hólmavíkur fékk styrk að upphæð kr. 300.000 úr
sjóðnum til kaupa á ýmsum áhöldum auk sláttuvélar og Ungmennafélagið Geislinn
fékk styrk vegna byggingar fótboltavallar í Brandskjólum á Hólmavík og búnaðs
til frjálsíþróttaiðkunar samtals að upphæð kr. 200.000. Íþróttasjóður veitir
framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að
bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. - Útbreiðslu- og
fræðsluverkefna - Íþróttarannsókna.
- Verkefna samkvæmt 13. gr.
íþróttalaga.
Alls bárust 158 umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði að upphæð
177 m.kr. vegna ársins 2008.