23/12/2024

Íþróttadagur á Lækjarbrekku

Í dag var farið með öll börnin í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík í íþróttahúsið og sprellað svolítið. Eins og sést á meðfylgjandi myndum skemmtu börnin sér konunglega. Í vetur hefur verið farið með eldri deildina hálfsmánaðarlega í húsið. Var þetta síðasti dagurinn sem farið verður þessa önn og fékk þá yngri deildin að fara með. Allir leikskólar á Norðurlandi vestra voru með íþróttadag í þessari viku og sló leikskólinn Lækjarbrekka þannig tvær flugur í einu höggi.


 
  
  

Ljósm. frá leikskólanum Lækjarbrekku