25/12/2024

Íþróttaæfingar á Hólmavík

400-leikskoli-ithrottir
Ungmennafélögin Geislinn á Hólmavík og Hvöt í Tungusveit hafa gefið út töflu yfir íþróttaæfingar á Hólmavík haustið 2013 og er mikið um að vera. Á dagskránni eru fótboltaæfingar, styrktaræfingar fyrir byrjendur og lengra komna, íþróttatímar og íþróttaskóli fyrir börn, körfubolti, frjálsar íþróttir og Taekwondo bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Auk þess hleypur hlaupahópurinn Margfætlurnar úti í haust á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17-18.

Panið er eftirfarandi:

Mánudagar
16-17 Fótbolti 5.-7. bekkur
17-18 Fótbolti 8.-10. bekkur
17-18 Hlaupahópurinn Margfætlurnar
18-19 Styrktaræfingar byrjendur, allur aldur

Þriðjudagar
16-17 Íþróttaskóli 1.-4. bekkur
17-18 Íþróttir fyrir börn f. 2008-2011
18-19 Körfubolti 8.-10 bekkur

Miðvikudagur
16-17 Fótbolti 5.-7. bekkur
17-18 Fótbolti 8.-10. bekkur
17-18 Hlaupahópurinn Margfætlurnar
18-19 Styrktarþjálfun fyrir lengra komna, allur aldur

Fimmtudagur
16-17 Styrktarþjálfun ungmenni 14-20 ára
17-18 Frjálsar íþróttir 1.-10. bekkur
18-19 Körfubolti 5.-7. bekkur

Föstudagur
17-18 Taekwondo byrjendur, allur aldur
17-18 Hlaupahópurinn Margfætlurnar
18-19 Taekwondo lengra komnir, allur aldur

Eiríkur Valdimarsson þjálfar fótboltann og mun einnig sjá um íþróttaskóla fyrir 1.-4. bekk. Ingibjörg Benediktsdóttir verður með styrktaræfingar, Jóhanna Rósmundsdóttir sér um íþróttatíma fyrir börn, Michael Wågsjö þjálfar körfubolta, Sigríður Drífa Þórólfsdóttir frjálsar íþróttir og Steinn Ingi Árnason sér um Taekwondo-tímana. Ingibjörg Emilsdóttir stjórnar hlaupahópnum Margfætlurnar.

Enn er svigrúm fyrir íþróttatíma á kvöldin í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, en síðustu vetur hafa verið þar badmintontímar og fótboltatímar fyrir fullorðna. Eins má búast við að Skíðafélag Strandamanna fari á skrið, ef veturinn kemur snemma, en þar hefur verið öflug starfsemi síðustu árin.