22/11/2024

Ítalskt hlaðborð á Hólmavík

– vert´ekki að elda, komdu bara með alla fjölskylduna í hlaðborð til okkar! Þannig hljóðar tilkynning frá nemendum í 10. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sem standa fyrir matarhlaðborði í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar. Hlaðborðið er liður í söfnun þeirra fyrir útskriftarferð í vor og er haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 19:00. Vinsamlegast pantið hjá Söru í s. 8624275 eða Stellu í s. 8452892 eða í gegnum netfangið hildur@holmavik.is.

Á hlaðborðinu verða eftirtaldir réttir:
Pasta með piparostasósu, skinku, beikoni, papriku og sveppum.
Pasta með rjómasósu, skinku, beikoni.
Pasta með hvítlauk, tómatsósu og basil.
Ítalskar kjötbollur með súrsætri sósu.
Spagettí með tómatsósu.
Hvítlauksbrauð og brusetta.
Gómsætir eftirréttir.

Verð:
1.500 kr. fyrir eldri en 16 ára.
1.000 kr. fyrir grunnskólabörn.
500 kr. leikskólabörn.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát!
Halldór Viðar, Gunnur Arndís, Andrea Messíana, Ásdís, Sara og Stella Guðrún.