30/10/2024

Íslandspóstur segir upp póstum í Árneshreppi

Bjarghringur í afskekktasta byggðalagi landsinsÁ vefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að nú hefur Íslandspóstur sagt upp landpóstunum tveim í Árneshreppi sem hafa séð um póstdreifinguna í hreppnum með þriggja mánaða fyrirvara. Einnig var sagt upp dreifingastöðvunum á Kjörvogi (póstnr. 522) og í Bæ (póstnr. 523), en fyrirhugað er að dreifingastöð verði áfram á Norðurfirði (póstnr. 524). Gunnsteinn Gíslason í Norðurfirði hefur í framhaldi af þessu sagt upp stöfum hjá Íslandspósti með þriggja mánaða fyrirvara, en hann hefur séð um póstinn í Norðurfirði í fjölda ára.

Samkvæmt vefnum www.litlahjalla.it.is vildu íbúar í Árneshreppi hafa dreifingastöðina misvæðis í Bæ, en Íslandspóstur fór ekki að óskum heimamanna um það. Jafnframt á að sameina vöruflutninga fyrir útibú Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Norðurfirði og póstdreifinguna sem er tvisvar í viku, en vöruflutningar koma frá nóvember og til maíloka í Árneshrepp með flugi, enda er ófært landleiðina, og þá einu sinni í viku á fimmtudögum. Vörufutningabíll gengur yfir sumarið frá júní og út október.

Póstar í Árneshreppi hafa verið Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og Björn Torfason á Melum og hafa þeir lengi verið póstar í hreppnum.