Aðalbjörg Guðbrandsdóttir frá Bassastöðum vann um helgina Íslandsmeistaratitil í gelnaglaásetningum. Þessi keppni sem haldin er árlega fór að þessu sinni fram í tengslum við sýninguna Konan 2006 sem nú stendur yfir í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Keppt er í flokki meistara og flokki nema og var Aðalbjörg í flokki nema, en hún hefur sótt námskeið í þessum fræðum undanfarna mánuði. Í verðlaun hlaut hún veglegan bikar ásamt ýmsum vörum er tengjast faginu.
Aðalbjörg og fjölskylda er nú búsett á Reyðarfirði og mun vera farið að bera mikið á löngum nöglum í öllum regnbogans litum á fingrum kvenna á Reyðarfirði og nágrenni, enda mikið framsóknarhérað og fólk fljótt að tileinka sér tískuna.
Alla við iðju sína
Önnur hendin með rauðum nöglum