30/10/2024

Ísing og endurskin

Mikil ísing myndaðist á götum Hólmavíkur rétt fyrir hádegið og rétt að hvetja menn sem eiga leið um þorpið eða héraðið til að aka varlega. Gangandi vegfarendur þurfa einnig að fara varlega í hálkunni og jafnframt er rétt að benda þeim sem ætla að taka nýja árið með trompi og fara í gönguferðir eða út að trimma á að nauðsynlegt er að passa vel upp á ljós og endurskin. Fyrr eru menn ekki klárir í heilsubótina, því slysin gera ekki boð á undan sér.