22/12/2024

Ís-Landsmót á Svínavatni

Nú styttist í Ís-Landsmótið á Svínavatni í A.-Hún. laugardaginn 8. mars, en Strandamenn eru sérstaklega boðnir velkomnir á mótið samkvæmt fréttatilkynningu. Búið er að ákveða eftirfarandi keppnisgreinar: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga og tölt. Það verður aðeins einn aldurs- og styrkleikaflokkur í hverri grein, opinn flokkur. Allar nánari upplýsingar um mótið verður að finna á bloggsíðunni: http://svinavatn-2008.blog.is, m.a. um skráningarfrest og tímasetningar. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru farartæki af flestum gerðum velkomin á ísinn. Knapinn á myndinni er Ægir Sigurgeirsson stórbóndi í Stekkjardal, eigandi íssins og gestgjafi.