Samfylkingin boðar til opins fundar í Rósubúð (Björgunarsveitarhúsinu), sunnudaginn 10. apríl klukkan 18:00. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður mæta á fundinn og ræða stöðuna í pólitíkinni og sérstaklega formannskjör í Samfylkingunni. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um stjórnmál og er félagshyggjufólk sérstaklega hvatt til að mæta. Í framhaldi af fundinum gefst tækifæri til að ganga í Samfylkingarfélag Strandasýslu og öðlast þar með atkvæðisrétt í formannskjöri.