23/12/2024

Idol kvöldið á Galdrasýningunni

Heiða Ólafs. Ljósmynd: Idol.isIdol kvöldinu á Hólmavík hefur verið bjargað fyrir horn og verður haldið á Galdrasýningu á Ströndum. Að sögn Sigurður Þorvaldssonar sem er annar skipuleggjandi Idol kvölda á Hólmavík er hann afar ánægður með þessa lausn og þakklátur Galdrasýningu á Ströndum fyrir að bregðast skjótt við. Idolið hefst kl. 20:30 en Idol kvöldið á Galdrasýningunni er að sjálfsögðu opið öllum og það er ókeypis aðgangur eins og áður. Engar veitingar verða seldar en öllum er velkomið að taka með sér nesti.

Idol kvöld á Galdrasýningunni í kvöldÍ kvöld eru þriggja manna úrslit í Idolinu og mjög spennandi staða. Fólk er hvatt til að mæta á Galdrasýninguna og styðja Heiðu Ólafs í hvívetna í góðra manna hópi og gaman væri að sjá stuðningsspjöld á lofti.

Kb-banki á Hólmavík og Sparisjóður Strandamanna styrkja framtakið með því að borga leyfisgjöld til Idol-Stjörnuleit.

 

.