Íbúum hefur fækkað nokkuð á Hólmavík fyrri hluta ársins 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda eða samtals um 17 íbúa. Annars staðar á Ströndum stendur íbúafjöldinn nokkurn veginn í stað eða fjölgar, þannig að heildarfjöldi Strandamanna í heimabyggð er 748 þann 1. júlí eins og hann var í ársbyrjun. Á Hólmavík áttu 364 lögheimili þann 1. júlí síðastliðinn, 65 á Drangsnesi og 32 á Borðeyri. Sé litið á þróunina aftur í tímann á Vestfjörðum öllum kemur í ljós að langmesta fjölgunin í einum þéttbýliskjarna síðusta áratug, hvort sem litið er á prósentutölur eða einstaklinga, er á Borðeyri eða um 16 íbúa. Eini staðurinn annar sem hefur haldið sínum fjölda er Suðureyri þar sem hefur fjölgað um 5 á áratug.
Íbúafjöldi í þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum 1. júlí 2008:
Ísafjörður 2.704 (svipað og Grindavík 2836 og Sauðárkrókur 2595)
Bolungarvík 897 (svipað og Ólafsfjörður 866, Grundarfjörður 849 og Blönduós 847)
Patreksfjörður 618 (svipað og Hvammstangi 592 og Eyrarbakki 603)
Hólmavík 364 (svipað og Þórshöfn 368 og Djúpivogur 361)
Suðureyri 308 (svipað og Hvanneyri 297)
Þingeyri 277 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Tálknafjörður og Flateyri)
Tálknafjörður 276 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Þingeyri og Flateyri)
Flateyri 275 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Þingeyri og Tálknafjörður)
Hnífsdalur 229 (svipað og Svalbarðseyri 233, Stöðvarfjörður 232, Bifröst 227, Hrafnagil 222 og Raufarhöfn 220)
Súðavík 182 (svipað og Reykjahlíð 193, Hrísey 191, Hofsós 180 og Bíldudalur)
Bíldudalur 178 (svipað og Reykjahlíð 193, Hrísey 191, Hofsós 180 og Súðavík)
Reykhólar 132 (svipað og Hafnir 140, Varmahlíð 138, Hauganes 138, Laugarás 135, Beiðdalsvík 135, Kópasker 133, Litli-Árskógssandur 131 og Kirkjubæjarklaustur 125)
Drangsnes 65 (svipað og Bakkafjörður 77, Árbæjarhverfi 70, Nesjakauptún 69, Laugarbakki 65 og Hallormsstaður 53)
Borðeyri 32 (svipað og Rauðalækur 37, Eiðar 34 og Skógar 27)
Krossholt 16 (fámennasti þéttbýliskjarni á landinu, Skógar eru næstir 27)