22/11/2024

Íbúaþróun eftir sveitarfélögum

Þegar íbúaþróun er skoðuð eftir sveitarfélögum átta ár aftur í tímann kemur glöggt fram hversu mikið áfall fyrir byggðina sú þróun sem verið hefur í sveitarhreppunum norðan Stikuháls er. Hlutfallsleg fækkun á átta ára tímabili er mest í Broddaneshreppi þar sem fækkunin er 47% (úr 94 íbúum 1997 í 50 íbúa 2005) og í Árneshreppi þar sem fækkunin er 35%. Hvergi á Vestfjörðum sjást tölur um fækkun íbúa í líkingu við þessar. Í Hólmavíkurhreppi er fækkunin 17% á sama tíma og 13% í Kaldrananeshreppi. Bæjarhreppur í Hrútafirði heldur hins vegar sínu á þessum tíma og gott betur því fjölgunin er 9%. Bæjarhreppur er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum þar sem íbúum fjölgar á þessu 8 ára tímabili.

Staða Bæjarhrepps er merkileg fyrir margra hluta sakir því í öllum nágrannasveitum fækkar verulega, hinum hreppunum á Ströndum, Reykhólahreppi þar sem hlutfallsleg fækkun á átta árum er tæp 24%, Saurbæjarhreppi þar sem fækkað hefur um 26%, Dalabyggð þar sem fækkunin er 13% og Húnaþingi vestra þar sem íbúum hefur fækkað um 12%.

 

30.jún.97

30.jún.01

30.jún.05

Breyting

Hlutfallsleg

Árneshreppur

81

59

53

-28

35%

Kaldrananeshreppur

140

131

122

-18

13%

Hólmavíkurhreppur

553

490

459

-94

17%

Broddaneshreppur

94

77

50

-44

47%

Bæjarhreppur

103

100

112

9

9%